Farið inn á ruv.is/kastljos og skoðið þáttinn frá því í gær (það er að segja ef þið sáuð hann ekki í gær). Þar er fjallað um “DNA heilun”. Að það sé hægt að lækna eða laga DNAið með hugarorkunni! Hver sá sem er með fullu viti áttar sig á því að þetta er kjaftæði en konan sem rætt var við í þessum þætti er greinilega ekki með fullu viti, og hún hafði ekki hugmynd um það sem hún var að tala um. Það var líka rætt við sérfræðing í erfðarannsóknum og hann gjörsamlega rústaði henni! Það er langt síðan ég hef séð þvílíkt burst í rökræðum í sjónvarpi.
Hún var að bulla á fullu: “ég tala við mína stofnfrumu” og eitthvað þvíumlíkt.
Málið er það að það er mjög auðvelt að sannprófa þetta , ólíkt miklu af hinu kjaftæðinu. Ef að hún vill sanna mál sitt þá getur hún t.d. læknað fóstur með Downs heilkenni, ef þú getur það ekki þá sannar hún það sem maður vissi fyrir, að hún er ómerkilegur svikahrappur.