Ok, rétt í þessu lenti ég í frekar leiðinlegri lífsreynslu, og tek það fram að ég var sá eini heima þegar þetta gerðist!


Klukkan var 7:40
Ég var sofandi í mínu frekar stóru rúmmi, með andlitið uppað vegg og alveg stein sofandi. Síðan fann ég það það að önnur hliðin á rúminu mínu seig frekar hægt niður, rétt eins og einhver hafði setist á tómu hlið rúmsinns, við þetta “vaknaði” ég, ég horfði á vegginn en gat hvorki hreyft mig né sagt neitt. Og nú kemur scary part, það var blásið fokkin heitum andadrætti á vinstra eyrað mitt… Það stóð yfir í svona 2 sec, og ég heyrði þetta hljóð þegar blásið er í eyra *ffff* og svona mjög lágt flaut eins og þegar einhver er að blása… Um LEIÐ og það var búið gat ég loksinns stunið upp úr þreytu minni “Hvað ertað gera?”, ekkert svar, ég leit á hinn helming rúmsinns, ekkert þar… ég var enn með þessa tilfinningu að einhver hafi rétt verið að blásið í eyrað mitt og þetta var frekar óþægilegt. Þetta var nóg til þess að ég kveikti öll ljós í íbúðinni og tékkaði undir hvern krók og kima, en það kom bara í ljós að nákvæmlega enginn var í íbúðinni…

Ég vil ekki trúa á neitt dulrænt, og ætla mér ekki til þess, í raun er ég kominn á góða leið til að sannfæra mig um að þetta hafi bara verið draumur… en ef þið hafið eitthvað útá þetta að segja, endilega gerið það. ;|