Já ég held ég viti nákvæmlega um hvað þú ert að tala!!! Ég upplifað þetta alltaf öðru hvort frá því bara ég man eftir mér og get líka framkallað þetta hvenær sem er ef ég einbeiti mér lítillega. Sérstaklega f.framan spegil. Það er virkilega erfitt að útskýra þetta og mér hefur aldrei tekist það almennilega, sama hvað ég reyni. Einhvern veginn finnst mér ég ekki vera ég lengur. Eða eins og ég sjái líf mitt frá allt öðru og framandi sjónarhorni og verð föst í hugsunum “hver er ég og hvað er ég að gera hérna?” Ég rannsaka mig í speglinum og get ekki annað en velt f.mér hvers vegna “ég” fékk þennan líkama til að eyða lífinu í og þessa fjölskyldu og aðstæður. Ég veit hvað ég heiti og hvernig aðrir sjá mig en finnst allt í einu eins og mínar eigin daglegu hugsanir séu svo yfirborðskenndar og tilgangslausar og ég fyllist gífurlegri tómleikatilfinningu sem er hrikalega erfitt að stöðva. Það er á þessum stundum sem ég sannfærist aftur um að það sé e-ð meira því það hlýtur að vera svar við öllum þessum efasemdum. Ástæða f.því að “mér” líður svona. Mér finnst það sé einhver tilgangur f.veru minni hér sem ég hafi e-n tíma vitað, og muni e-n tíma fá að vita aftur og hann er einhvers staðar í huga mínum en ég get ekki fundið hann. Og mér finnst ég vera að virkja hluta heilans og hugans sem ég nota ekki dagsdaglega. Og ég horfi agndofa á “mig” í speglinum og reyni að finna alla hluta meðvitundar minnar og setja þá saman til að fá e-a heildarmynd en ég get það ekki.
Þegar ég var yngri kallaði ég þessa tilfinningu fram í sífellu en varð alltaf jafnhrædd við hana eftir smá stund því mér fannst ég vera að týna þeirri litlu meðvitund sem ég þó hafði. Og mér datt í hug hvort ég væri að verða geðveik. Svo skaut því líka upp í huga mér að kannski væri ég öðruvísi en allir aðrir fyrst ég upplifði þetta hugarástand og mér fannst ég vera nær “guði” eða e-u æðra þó svo ég skildi þetta ekki. En svo skammaðist ég mín fyrir þær hugsanir og fannst ég vera hrokafull og líta stórt á mig. Þess vegna verð ég alltaf bæði glöð en jafnframt svo lítið vonsvikin þegar ég heyri að e-ð svipað komi f.aðra líka. (Ég hef rekist á frásagnir af svipuðum hlutum) Láttu mig endilega vita hvort þín upplifun er e-ð skyld minni eða hvort ég er að misskilja þig og gera mig að fífli!!!
stoa.