Slæmt að trúa á einhvern guð.
Er eitthvað slæmt við að trúa á einhvern guð…ef svo er hvað er þá slæmt við það?
Það er alveg öruggt að þeir trúa einhverju, t.d. trúa þeir á efahyggju eða skynsemi,…Nei, við trúum hvorki á efahyggju né skynsemi. En þarna ertu að reyna að teygja á hugtakinu trú. Hvernig skilgreinir þú trú annars?
… þeim er hinsvegar illa við trúarbrögð að ég held.Við teljum trú og trúarbrögð vera slæma fyrir samfélagið.
Þeir geta ekki sagts vera ótrúaðir og verið vísindalega sinnaðir, því það er augljóslega trúkerfi.Hin vísindalega aðferð er ekki trúarkerfi, amk ekki í neinni venjulegri merkingu þess orðs. Hvernig skilgreinir þú annars “trúarkerfi”?
Þú ert einfaldlega að misskilja tvíræðni hugtaksins trú.Ég held að ég skilji það alveg en noti það réttar en þú ;)
Innan þekkingafræðinar á það ekki við það sem menn kalla á ensku faith, eða óhaggandi sannfæring.Ég held að í trúmálaumræðum ljóti þessi skilgreining að vera heppileg.
Orðið trú er einnig samheiti skoðana, munurinn á trú efahyggjumanna og kristnum t.d. er sá, að trú seinni hópsins stendur óhreyfanleg í mjög langan tíma.Þú vilt sem sagt nota trú í merkingunni skoðun? Þannig að þegar þú segir að við á vantrú trúum einhverju þá ertu að segja að við höfum einhverjar skoðanir. Finnst þér þetta ekki of víðtæk skilgreining á trú?
Þekking hefur oft verið skilgreind eitthvað sem er réttlætanlegt, satt og trúað á. Herslumunurinn á trúarbrögðum og vísindum er einmitt þessi, í stað efalausrar trúar þarf hún að vera réttlætanleg og sönn, enga að síður um trú að ræða. Þess vegna er reynsluþekking vísindana (scientia = þekking) trúkerfi, en allt annars eðli en trúar(belli)brögð :)
1) Hver maður skal eiga kröfu á réttindum þeim og því frjálsræði, sem fólgin eru í yfirlýsingu þessari, og skal þar engan greinarmun gera vegna kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, þjóðernis, uppruna, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna.[leturbreyting mín- poleddu]Þarna er augljóslega (og auðvitað)gerður mun á trú og skoðun.
Ef það er ekki til neinn guð eða guðir,hvernig varð alheimurinn þá til?Varð heimurinn til? Hvernig varð guð til?
En ef þú trúir því að Guð hafi skapað okkur í hans mynd, meiraðsegja ekki í hans mynd, heldur að við værum öll Guð? Hann gerði þetta til þess að læra þekkja sjálfan sig og þroskast því þannig sjálfur? Þá myndum við öll elska hvort annað því við værum sami maðurinn, ekki satt? Hvað væri þá að því að trúa á Guð? Þá værum við jú að trúa á okkur sjálf, hvernig gæti það veitt okkur falska von?Ég skil ekki hvert þú ert að fara. Ég vildi gjarnan fá að lesa skoðun þína.
poleddu
Trú sem þekkingarfræði (fullvissa án raka) er gagnslaus og því er líklegt að hún muni skila okkur rangri þekkingu. Ef þú trúir á guð þá ertu að segja að trú sé góð og gild þekkingaraðferð.
Þá ertu líklegri til þess að hafa rangar þekkingu og þá tekurðu siðferðisdóma byggða á rangri þekkingu. Það er slæmt.
Guð sagði: ,,Vér viljum gjöra manninn eftir vorri mynd, líkan oss, … Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd, hann skapaði hann eftir Guðs mynd, hann skapaði þau karl og konu.Þarna sérðu að það er um fleiri en einn guð að ræða. Og að þeir skapa manninn eftir sinni mynd, karl og konu. Síðan þegar maður uppgötvar það að aðrar þjóðir á þessu svæði trúðu því að tveir guðir, karl og kona, hefðu skapað eitthvað (man ekki hvað) er frekar líklegt að þarna sé einungis verið að benda á kyni. Áhugavert, ekki satt?
Verður náttúrulega að taka mark á því að biblían var skrifuð af mönnum og með þeirra hagsmuni í huga.Ég veit. Var ég ekki einmitt að benda á það?
rúarskoðanir mínar breyttust mjög svo eftir að ég las bók eftir Neale Donald Walsch sem heitir Samræður við Guð, virkilega áhugaverð og góð lesning, sama hvort þú trúir eða ekki.Nei, takk. Efast um að það sé eitthvað annað en nýaldarhjal í þessari bók.
… hann var ekki að skapa frá sínu fucking ANDLITI !!!Var hann ekki að skapa frá andlitinu sínu? Ég skil ekki hvað þú átt við.