Ferð þangað eins oft og þú getur og reynir að halda út lengur í hvert skipti.
Fóbíur ágerast oftast með tímanum af því að einstaklingurinn forðast alltaf aðstæðurnar sem valda honum hræðslu og það styrkir þannig þá (e.t.v. ómeðvituðu) trú hans um að eitthvað hræðilegt muni koma fyrir hann í þessum aðstæðum. Oft á þetta rætur að rekja til einhvers (eða einhverra) atviks sem gerðist einhverntíman (t.d. í æsku)í svipuðum aðstæðum og voru mjög ógnvekjandi. Hugurinn tengir því saman aðstæðurnar og tilfinningarnar sem skópust í þessum aðstæðum (hver kannast ekki við að eitthvað lag sé spilað og maður fær einhverja nostalgíutilfinningu sem maður á pínu erfitt með að útskýra) og þessvegna finnur fólk þessa rosa hræðslutilfinningu.
Til að vinna bug á þessu er oftast notuð sú aðferð að ganga inn í aðstæðurnar, venjast þeim smátt og smátt og finna að þetta ofboðslega HRÆÐILEGA eitthvað gerist ekki þrátt fyrir að þú sért í þessum aðstæðum. Smátt og smátt hættir hugurinn þannig að tengja þessar aðstæður við eitthvað ógnvekjandi.
Það sem kemur af stað fóbíu getur verið eitthvað mjög einfalt atvik, en það getur líka átt sér flóknar sálrænar skýringar. Spjallaðu við einhvern góðan sálfræðing eða geðlækni (þeir eru miklu ódýrari). Þú getur líka auðvitað talað við heimilislækninn en persónulega held ég að geðlæknir eða sáli myndi hjálpa þér meira. Og svona btw þá er fullt af venjulegu fólki sem fer til geðlæknis þó að það sé ekkert geðveikt, bara fólk sem vantar smá aðstoð tímabundið til að leysa sín mál. Ekki festa þig í einhverju orði þó að það hljómi voða eitthvað hræðilegt að fara til GEÐlæknis.