Langar bara að lýsa draumi sem mig dreymdi fyrir stuttu síðan, þar sem að þetta er einn sá óvenjulegasti sem mig hefur nokkurn tíman dreymt.
Mér finnst ég sitja við flygilinn heima, dundandi mér við að spila þemað við Guðföðurinn. Mér finnst þetta bara vera þetta sérstaka lag, en það var það alls ekki.
Á meðan ég spila mætir einhver fígúra á svæðið haldandi á kjötexi í annarri hendinni. Þegar ég athuga betur þá sé ég að þetta er móðir mín. Hún heggur leiftursnöggt af mér hægri hendina við úlnliðinn og heggur að vinstri líka, en ég bregst við þannig að hún nær bara þumlinum við ca. miðju. Það vildi þannig til að ekkert blæðir úr neinu sárinu, og ég gat komið hægri hendinni fyrir ef ég festi hana með úrinu mínu.
Við þetta verð ég mjög reiður og öskra á móður mína fyrir þetta, og keyri svo til læknis. Þegar ég kem þangað reyni ég hvað ég get til að sannfæra hann um að það hafi í raun og veru verið -vinstri- hendin sem hafi verið höggvin algerlega af meðan hægri hendin missti bara þumalinn.
Þá vaknaði ég.
Álit? Mögulegar ráðningar? Áskoranir á geðheilsu mína?
- Colds