Ég hef fengið smjörþefinn af OOBE. Ég hef lýst þessu einhverstaðar hérna áður (gæti hafa verið áður en dulspeki hornið kom) en ég lýsi því bara aftur hérna.<br><br>Í fyrsta skiptið þá brá mér það mikið að ég vaknaði upp eftir 20-30 sek og hafði ekki hugmynd um hvað gerðist. Það var þannig að mér fanst ég hafa vaknað og ætlaði að snúa mér í rúminu en líkaminn fylgdi ekki eftir. Ég sló hendinni í gegnum vegginn og rúmið var bara í lausu lofti fanst mér. Ég bara panicaði þarna og vaknaði.<br><br>Svo næst þá vaknaði ég og fattaði strax að ég var í þessu milli svefns og vöku ástandi og ákvað að gera smá test. Ég reisti mig upp (s.s. settist upp) þannig að ég var hálfur útúr líkamanum. Þegar ég sat þarna og var að undra mig á þessu öllu saman þá fór ég að hugsa neikvætt. Þ.e.a.s. ég fór að hugsa um hluti sem ég hafði heyrt um, eins og að maður gæti tapað líkamanum ef það kæmi annar andi í hann og að það væri silkiþráður sem tengdi mann við líkaman og maður þyrfti að passa að hann slitnaði ekki. Ég ákvað þá að reyna þetta frekar seinna þegar ég væri búinn að fræðast aðeins um þetta og ætlaði að leggjast aftur inní líkaman. En það var hægara sagt en gert. Mér fanst ég ekkert passa aftur í líkaman og var í smá stund að ströglast við að komast aftur til baka (og var orðin nokkur hræddur). En svo vaknaði ég bara alltíeinu.<br><br>Þetta eru einu reynslunar sem ég hef af þessu en ég er búinn að lesa mig mikið til um þetta og hef verið að reyna að fá þetta aftur síðan. Núna nýlega bara hef ég verið að skoða Vipassana (vipassana er tegund af hugleiðslu). Mér skilst að þeir sem stundi OOBE hafa fengið mikið betri stjórn á sínum OOBE eftir að hafa stundað Vipassana í einhverja mánuði.<br><br>En ég verð að segja fyrir mitt leiti að eftir að hafa lent í þessum reynslum (og aðeins fleirum líka) þá er OOBE eina ‘spekin’ sem fellur að því sem ég hef lent í. Og OOBE er sennilega ein af fáum ‘spekum’ sem byggist ekki upp á neinum trúarbrögðum. En það hjálpar að vera trúaður (hvort sem það er kristni eða budda eða what ever). Ég mæli með að allir kynni sér þetta.