“ef þetta er hæfileikinn hvað munduð þið gerea hlada honum eða láta loka á hann”
Jeminn .. Aldrei myndi ég viðurkenna að raunveruleg skyggnigáfa væri eitthvað sem hægt væri að “loka á”, þrátt fyrir að hræsnarar og loddarar eins og Þórhallur miðill og co. halda fram (hérna í [fjöl-]miðla menningunni á Íslandi)
Að viðurkenna að hægt sé að láta einhvern “loka á skyngnigáfu” hlyti að vera eitthvað í líkindum við að viðurkenna að hægt væri að láta “af-homma” sig af einhverjum asna eins og Gunnari í krossinum.
Raunveruleg skygnigáfa væri ekki eitthvað sem þú ferð bara með eins og eitthvað viðhengi á þér… eitthvað sem þú velur hvort þú hendir í ruslið eða ekki eða eyðir eða geymir. Hlutirnir hlytu að vera flóknari en svo.
Mér finnst reyndar að bara sú hugmynd um að hægt sé að “loka á” skygnigáfu og það að “við getum kveikt og slökkt á dulrænum hæfileikum okkar” sýna hversu hræðilega grunnhyggin dulspekimenning nútímans er orðin.
Mér hefur að vísu alltaf fundist hinn íslenski pólitískt rétthugsandi, engla og kristniblandaði miðlaheimur vera frekar heimspekilega meðvitundarlaus, útþynntur og barnalega loddaralegur.