hmmm draugagangur???
einu sinni var ég að fara að sofa í húsi sem við vorum nýflutt inní og þegar ég var að festa svefn fæ ég rosalega á tilfinninguna að það sé einhver inní herberginu,ég var að hlusta á tónlist og um leið og ég opnaði augun virtist sem að tónlistin slokknaði og einhver leggðist ofan á mig,ég gat ekki hreyft mig neitt var alveg lamaður gat ekki öskrað einu sinni,á sama tíma var alltaf þessi sterka tilfinning að einhver væri hjá mér svo allt í einu hætti allt ég gat hreyft mig og ég heyrði í tónlistinni aftur.Ég varð svo hræddur að ég svaf inni hjá foreldrum mínum þessa nótt(hef alltaf átt svolítið erfitt með að viðurkenna það enda 19 ára þegar þetta gerðist HE HE)en allavega kom þetta svo fyrir aftur og þá varð ég ekki eins hræddur.Ári síðar þá byrjaði ég með stelpu sem ég er reyndar með ennþá og fór húna að gista hjá mér eins og gengur og hún lendir í þessu líka þar sem hún vaknar við hliðina á mér og getur ekki hreyft hvorki legg né lið og þessi óþægilega tilfinning að einhver sé inní herberginu,ég varð reyndar mjög feginn því þarna sannaðist það að ég var ekki orðinn eitthvað ruglaður sem ég var orðinn hræddur um.Hefur einhver lent í þessu líka og hefur einhver einhvern grun um hvað þetta getur verið?