eins og ég hef talað um hérna í einum pósti á síðunni þá eru draumar ekki neitt sem þú ættir að fara eftir eða trúa á. hérna er það sem ég skrifaði sem svar: draumar þýða ekki neitt, þeir eru bara það sem þú sérð þegar heilinn flokkar minningar síðasta dags eða daga. ef þú sérð mynd um kóngulær eða hugsar mikið um þær þá gæti þig dreymt þær. ef þú hugsar um orgyu með samstarfsfólki þínu þá gæti þig dreymt það á næturna. til að sanna þessa kenningu var gerð tilraun, fólk var látið spila tetris allann daginn og síðan um nóttina dreymdi það ekkert annað en tetris.

mér finnst að það ætti ekki að vera sér korkur hérna um draumráðningar. þær geta kannski verið ágætt áhugamál fyrir einhverja sem hafa áhuga á svoleiðis dóti en mér finnst að fólk ætti ekki að fara eftir öllu sem það les. í rauninni finnst mér dulspeki svolítið fáránlegt áhugamál á huga. þetta er allt bara ímyndun hjá fólki en það finnst eins og það sé með einhverja sérstakar gáfur þegar heilinn er eitthvað að rugla í skynjun þeirra. en það fáránlegasta af öllu: að hafa dulspeki flokkað sem vísindi!! það er bara það fáránlegasta sem ég hef heyrt þessi áhugamál eru eins og svart og hvítt! fussum svei
——————————