ég lenti í svona síðustu nótt (án þess að reyna það reyndar) og það var ekki beint skemmtileg reynsla þótt ég hafi lent í svona áður og fundist það áhugavert. Það vill svo til að ég lagðist upp í rúm, en ákvað að vera með kveikt ljósið vegna myrkfælni og svefntruflana sem ég lendi stundum í eftir að hafa orðið vitni af frekar yfirnáttúrulegu atviki í herbergi mínu fyrir umþað bil hálfu ári síðan. En það er ekki efni sem ég mun fara í í þessu svari.
Ég lagðist niður og eftir smá stund fann ég að ég lamaðist, veit ekki hvort ég hafi verið sofnaður og vaknað svo en ég lamaðist eins og venjulega og þrýstingurinn/hljóðið kom. þegar þrýstingurinn stóð sem hæðst var mér skotið inn í draum. Eina sem ég man eftir þessum draum sem var mjög svo raunverulegur, var það að ég var fastur í einhverju húsi, ég man ekki hvernig húsið leit en ég sá ekki út um neinn glugga. Svo fór ég út í garð. En málið var að það var “byggt” yfir garðinn, eða réttara sagt eins og það væri stórar leikfimisdýnur allann hringinn og yfir garðinum. Bólstraður… Ég fékk rosalega innilokunarkennd og reyndi þess vegna að rífa smá frá einu horni, náði að rífa smá frá og sá næstum því út, sá ljósið sem kom inn, en af einhverjum ástæðum gat ég ekki séð út, ég náði alldrei að færa mig í rétta stöðu til að geta séð út. Ég reyndi að ýminda mér einhverjar lausnir eins og til dæmis að allar dýnurnar myndu hverfa eða ég myndi fljúga burt en það var eins og ég hefði bara stjórn á sjálfum mér en ekki umhverfinu. Eftir þennan óþægilega draum vaknaði ég og fór strax aftur í lömunarstöðuna en í þetta skiptið sofnaði ég ekki beint. Það var eins og ég væri sofandi en með opin augun. Það ógeðslegasta var að mig dreymdi hljóð í staðinn. Allt sem ég ýmindaði mér heyrði ég, en þegar leið á þetta og einbeitingin fór að hverfa byrjaði ég að heyra mörg ógeðsleg hljóð eins og það væri skrímsli fyrir utan herbergið, og heyrði foreldra mína öskra úr sársauka við að reyna að ná þessu skrímsli eða hvað sem þetta var. Og svo mörg önnur hljóð sem ég nenni ekki að telja upp. Málið var að ég reyndi og reyndi að ná stjórn´a þessu, eða koma mér í alvöru draum en ég var fastur svona, og eina leiðin var að “vakna” en þegar ég vaknaði náði ég að hreyfa mig en ef ég lagðist niður og reyndi að sofna aftur gerðist það sama aftur og aftur og þetta var orðið svo slæmt að ég var hættur að greina á milli draums eða vöku. Eftir þó nokkra “bardaga” við þetta náði ég loksins að standa upp, fara fram og fá mér mjólk (í vöku, það var ekki draumur) fór svo inn í herbergi, slökkti ljósið en kveikti á lampa í staðinn og það virkaði. Sofnaði eftir smá stund.
Vildi bara deila þessu með ykkur og spyrja um ráð því alltaf þegar ég lendi í lömunardæminu en næ að vakna úr því þá er mér skotið í það strax aftur þegar ég reyni að sofna aftur.
Jóhannes Gunnar Þorsteinsson