Mig dreymdi um daginn að ég væri úti á Spáni, og ég væri við höfn. Hafnarveggurinn var hlaðinn með stórum steinhnullungum, og smá hluti af höfninni var ‘girtur af’, ef ég mætti kalla það það, en hann var þannig að þangað komu engin skip, heldur gátu krakkar synt þar. Ég fór þangað einn daginn (hafði reyndar oft farið áður), og ég hoppaði útí. Sjórinn var afar djúpur, en ég lennti á botninum með hausinn fyrst og fékk höfuðhögg og rotaðist í stutta stund (í draumnum, það er). Svo vaknaði ég og af einhvernjum undarlegum ástæðum var ég ennþá með nægt loft eftir í lungunum. Þá ákvað ég að reyna að komast upp aftur, svo ég reyndi að reisa mig upp og synda, en ég gat ekki undir nokkrum kringumstæðum lyft bakinu, það var eins og það sæti fíll ofan á því. Ég gat samt skriðið, og ákvað að reyna að skríða í átt að hlaðna hafnarveggnum og klifra upp hann. Ég byrjaði að skríða, og af einhverjum undarlegum ástæðum léttist smá af bakinu á mér, svo ég gat náð maganum nokkrum sentrimetrum upp frá sjávarbotninum. Ég skreið áfram og náði að veggnum, klifraði upp hann, og um leið og ég var komin upp úr sjónum þá vaknaði ég.

Afhverju gat ég ekki staðið upp og synt?
Dance, my puppets! Dance! *Insert creepy-beyond-believe laughter here*