Halló.
Málið hjá mér er að ég hef alltaf haft daldinn áhuga á dulspeki og hef jafnvel séð hluti fyrir.
Náinn vinur minn gaf mér tarot-spil í jólagjöf og ég geymi þau í trékassa efst í hyllu fyrir ofan rúmið mitt (mér var sagt að maður ættir alltaf að geyma spilin hátt uppi í trékassa og helst við hliðina á rúminu sínu).
Ég er búin að vera að spá talsvert og hér eru þrjú dæmi um hluti sem ég hef spáð fyrir:
1. Ég spáði fyrir stelpu að náinn ættingi hennar ætti eftir að veikjast alvarlega og líf hans myndi hanga á bláþræði en hann myndi ekki deyja. Nokkrum dögum seinna fær afi hennar blóðtappa í heilann eða einhvað í þá áttina og flestir ættingjar hennar voru mjög áhyggjufullir um að hann myndi deyja en hann jafnaði sig.
2. Ég spáði fyrir stelpu að fólki þætti hún vera að breytast til hins betra og vera núna orðin betri en hún var áður. Ég hef heyrt marga tala um hversu miklu skemmtilegri hún er núna en hún var á seinasta ári.
3. Ég spáði fyrir vinkonu minni að hluturinn sem stjórnaði henni mest núna væri ást og hún er mjööööög ástfanginn núna og hefur verið lengi og eyðir mestum vökutíma sínum í þessar ástarhugleiðingar.
Hvað finnst ykkur. Tilviljun eða er ég með hæfileika í þessu?