Það er reyndar ýmislegt til í þessu sem hann segir, sérstaklega með fluffy síðurnar. Mér fannst t.d. best sem ég las á Willow's Wicca World og ég verð að vera sammála honum þar að þessi höfundur er eittthvað úti að aka.
Pumpkins, long associated with Halloween, originally were to scare off Christians who were coming to burn down their houses. It is said that ghosts roam freely, and it’s best to stay indoors for the rituals, both because it’s cold and the ghosts can be scary.
og…
Pagans borrowed Yule off the Christians, because they needed cheering up as it’s so cold.
Ok… Neo-Wicca dótið er margt misjafnt, en hvaðan í ósköpunum fékk aumingja barnið þessa glóru í kollinn? Þetta hlýtur að vera eitthvað djók!
Annars, að þá er svo margt til af rugluðu fólki… Ég er á spjallsíðu á netinu og þar var um daginn einhver stelpa sem sagðist hafa komið “út úr kústaskápnum” við móður sína, sýnt henni bók og svona til að útskýra hvað Wicca væri, en að hún væri svolítið sár, því mamma hennar hefði ekki tekið hana alvarlega og hlegið að öllu saman á meðan hún fletti í gegnum bókina. Ég spurði hana hvaða bók hún hefði sýnt mömmu sinni og svarið var þá “the How to Turn Your Ex-Boyfriend Into a Tod Spellbook” eins og það væri það eðlilegasta í heimi.
Þú getur ímyndað þér viðbrögðin sem hún fékk. Fólk var ekki alls kostar sátt…