Wicca
er þetta Wicca bara fyrir konur? getur eikker frætt mig um þetta?
Ég hef ekkert út á ósvikið Wicca að setja. Það eru Wicca fylgjendurnir sem eru búnir að spilla hinu upprunarlega Wicca sem ég þoli ekki og þessi síða er tileinkuð þeim.Hvernig væri að hafa þetta á upphafssíðunni í staðinn fyrir gestabókinni sem fáir lesa?
Ekki það að ég viti neitt betur en er það ekki tilgangur síðunar? .. er þessi síða ásamt “why wiccans suck” og fleirum ekki einmitt til þess að fá wanna-be's og fluffy kjána til þess að sjá kjánaskapin og vitleysuna hjá sjálfum sér?.. þannig tek ég því allavega.Jú, tilgangurinn er góður en leiðin virðist ekki alveg vera rétt. Fluffy kjánarnir, eins og þú svo skemmtilega orðar það, taka þessu ekki alvarlega. Þeir taka þessu sem hatursáróðri og fara allir í vörn yfir að þeir séu að lenda í einhverri brennuöld upp á nýtt (sem er auðvitað vita fáránlegt, en svona er það nú samt). Það er auðvitað mjög eðlilegt að fólk hrökkvi í vörn þegar því er stillt upp við vegg eða þegar það má sæta árásum. Mér hefur a.m.k. vegnað mun betur að ræða við þessa krakka (sem þeir eru oftast) á rólegu nótunum og útskýra fyrir þeim hvað er hvað og að þeir megi ekki taka allt trúanlegt sem þeir finna á netinu. Það er ekki einu sinni hægt að taka allt trúanlegt sem maður finnur í bók! Mér finnst fluffy fólk yfirleitt vera miklu tilbúnara að læra þegar maður sýnir þeim virðingu og kemur fram við þá sem jafningja sem voru bara svo óheppnir að vita ekki betur.
Ég er ekki að reyna að móðga þig eða neitt .. ekki taka þessu á rangan veg.Þú móðgar mig ekki neitt. Miðað við hvernig ég setti svarið mitt fram að þá skil ég vel hvers vegna þig hefur grunað að ég gæti verið ein af þessu fluffy fólki.