Þegar maður les titilinn býst maður kanski við því að sjá einhverjar hrútleiðinlegar útskýringar á því hvernig ráða skal drauma, en svo er ekki. Ég ætla að segja frá því hvernig ég og fleira fólk túlkar draumana.
Sumir láta hvern hlut fá merkingu, ákveða það sjálfir eða finna það bara út, eins og skór þýðir sjálfselska eða eitthvað í þá átt, ég er ekki að lýsa frati á þá sem gera þetta, ég held (persónulega) að í einhverjum tilvikum standist þetta.
Aðrir trúa ekki á drauma, þeir trúa því aðeins að draumar séu bara þarna eða séu til að fylla upp í tóm sem myndast þegar við sofum, það gæti líka alveg eins verið rétt.
Ég, persónulega (ég ætla ekki að troða mínum skoðunum upp á aðra, ég er bara að segja frá, ekki skjóta sendiboðann) held að þetta séu myndhverfingar, t.d. ef þú ert elt/ur af einhverjum sem hatar þig lendir þú í vondum málum.
Svo eru náttúrulega til fleiri en ég veit þá ekki um það og ábendingar eru auðvitað þegnar.
Þakka fyrir mig.