ég lennti í heldur skemmtilegri lífsreynslu um daginn. Ég var að keyra með móður minni í bíl, og hún var að segja mér einhverja rosalega spennandi sögu af manni sem hún hitti(að hennar mati).
Og það hún kom að einhverjum part þar gaurinn sem hún var að tala um sagði: “Þessi gaur er svo líkur hinum gaurnum þarna í, æji þessum gömlu þarna…..”
og mamma var að segja mér frá þessu, og þegar hún var kominn akkurat þangað, þá vissi ég hvað hún var að tala um. Hún var að tala um gamla grín þætti sem sýndir voru í gamla daga um frönsku mótspyrnuna. Aloe, aloe, (held það sé skrifað svona, er allavega sagt “aló, aló”) og það skrýtna var að þegar ég vissi hvað hún var að tala um þá átti hún eftir að segja þetta hér(byrjum þar sem hitt endaði): “…þættirnir, um frönsku andspyrnuhreyfinguna….” og svo sögðu við bæði í kór: “aloe,aloe”
Þetta var ótrúlega skrýtið, ég vissi hvað hún var að tala um, áður en hún sagði eitthvað eitt til að ég gæti vitað það.
ég sagði henni frá þessu skrýtna atviki og hún sagði: “já, kannski að það séu bara svolítil ólíkamleg tengsl milli okkar, þar sem við erum mæðgin.”