Ein útbreiddustu trúarbrög heims er búddahtrúin. Trúarbrögðið eiga uppruna sinn að rekja til Indlands, en þar urðu þau til fyrir 2500 árum.
Í dag er trúin mjög útbreidd en hana iðka um 300 milljónir manna, aðallega í Asíu. Allir búddahtrúarmenn fylgja kenningum Búddah.

Nafnið Búdda merkir “hinn upplýsti” en trúin er nefnd eftir auðugum prins sem kallaði sig Búddah. Raunverulegt nafn hans var Siddharta Gautama.
Hann var auðugur prins, sem þoldi ekki að horfa uppá aðra þjást.

Siddharta Gautama yfirgaf fjölskylduna sína og auðæfi til að getað iðkað hugleiðslu og eftir 3 ár hafði hann öðlast þann sklining sem hann taldi nauðsynlegan. Þá gerðist hann munkur og fræddi aðra um hugmyndir sínar.

Búddahtrúarmenn vilja trúa því að hver maður fæðist að nýju eftir dauðan. Þ.e. að lífið er í raun eilíft. Hlutskipti mannsins í næsta lífi ræðst af “karma” sem eru allar gjörðir hans úr fyrra lífi.

Hjá búddahtrúarmönnum er Nirvana ákveðið sálarástand þegar fullkomnum friði er náð. Búddah kenndi mönnum það að til að ná Nirvana þyrfti að feta hinn áttfalda veg. þ.e. rétt skoðun, rétt ákvörðun, réttu tali, réttum athöfnum, réttri breytni, réttri viðleitni, réttri hugsun og réttri íhugun.