Hér kemur smá skýring áður en ég skrifa drauminn: Nú er ég að reyna að komast í sérnám í listmálun á Akureyri sem aðeins 5 manns komast að á ári. 'Eg bíð eftir svarinu og fæ það líklega á morgun. Hér kemur draumurinn:
Ég var komin í skólann. Við vorum látin teikna með hvítri krít. Ég týndi krítinni minni og fór og leitaði útum allan skólann. Áður en ég byrjaði að leita, sá ég á svip kennarans að hann áleit mig klaufska og kærulausa og að ég ætti ekki erindi í þennan skóla, þar sem mikil vinna væri. Þegar ég kom til baka, voru tvær stelpur sem höfðu verið með mér í bekk í öðrum skóla, að gera eitthvað verkefni með filmu. Ég var búin að leita lengi að krítinni og missti af þessu nýja verkefni. Ég varð mjög stressuð og byrjaði á þessu filmuverkefni sem mistókst þannig hjá mér að myndin strokaðist út af filmunni!!!! Gæti þetta þýtt andstæðuna???? Ég nefnilega reyndi að komast í Listaháskólann hér í Reykjavík og komst í viðtal og inntökupróf. Eftir inntökuprófið dreymdi mig að ég hefði fengið einkunnina 4 í prófinu…daginn eftir fékk ég neikvætt svar.