Ég var að pæla í einu. Kannski var Jesú ekki “göldróttur”. Kannski var hann bara langt á undan sinni kynslóð.
Þegar hann læknaði fólk af holdsveiki þá notaði hann lyf sem hann var búinn að finna upp. Þegar hann læknaði ýmiskonar brot notaði hann eitthvað sem líkist gipsi nútímans til þess að halda brotna útlimnum í skorðum.
Þegar hann labbaði á vatninu hefur hann labbað á stórum korkum sem enginn hafði uppgvötað að flytu svona vel ef maður labbaði á þeim. Eða þá að hann hefur notað einhverskonar loftpúða svonba svipað svifnökkva sem hann hefur fundið upp sjálfur.
Þegar hann margfaldaði brauðið og fiskinn hefur hann sleppt fisknum í vatn og látið hann fjölga sér. Svo hefur hann komið tveimur árum síðar, veitt hann í net sem hann hefur fundið upp og gefið fólkinu hgann ásamt brauðinu sem hann hafði ræktað á meðan fiskurinn var að fjölga sér.
Svo hefur hann verið með svona friðarboðskap svipað og Ghandi. Vegna alls þessa hefur fólk farið að trúa á hann. Svo hefur gyðingatrú blandast með “jesútrú” og útúr því fæ ég út kristna trú.
Þetta er ekki heilagur sannleikur aðeins hugmynd mín (bara svo allir séu alveg vissir).