Þannig er mál með vexti að um daginn var á stöð 2,minnir mig mjög áhugaverður þáttur um reimleika í húsum.

Þá voru umfjallanir um hús sem var reimt í, sögunar bak við þær, viðtöl við eigendur þess, þolendur og þess um líkt. Svo var líka rætt við efasemdarmenn,s.s vísindamenn og alltaf voru þeir jafnfullir af efasemdum og töldu þetta bara rugl og þvaður. Þeir eða hann, það var reyndar bara einn maður sem var alltaf rætt við. Það var sérstaklega eitt hús, konu að nafni Sally sem átti að hafa dáið á skurðarborði einhvers læknis. Hún reikaði um skógana og það heyrðust öskur þar nálægt einhverjum kirkjugarði. Það sem vakti athygli mína var sú sem bjó í húsi hennar. Hún leyfði fólkinu bara að skoða stofuna og ekkert annað og hélt því sterklega fram að öll þau 5 ár sem hún hafði búið þarna hafi hún aldrei orðið vör við neitt. Málið var þetta: Hún laug, hún var skíthrædd og rauð kringum augum einsog hún hafi nýlega verið að grenja eða alveg við það að bresta í grát. Þannig það höfðu einhverjir svaðalegir atburðir gerst í þessu húsi. Þetta var allavena mjög áhugaverður þáttur.

Hef alltaf mjög gaman af svona draugasögum og um reimt hús, veit ekki hvort ég trúi því, hef aldrei lent í svona sjálfur en þetta var góður þáttur. Gaman af þessu.

kv.
Deathrock
————–