Hvað haldið þið að það gerist eftir dauðann?
Ég veit að það er örugglega engin svör við þessari spurningu eins frá tveimur einstaklingum. Við trúum öll á mismunandi hluti og túlkum allt á okkar eiginn hátt.
Ég heyrði mjög skemmtilega kenningu sem passar mjög vel inní kenningar búddisma og hindúisma en þá á maður að endurfæðast á einhverri plánetu sem hefur samfélag sem hentar þér eftir því hvernig þú varst í þessu lífi.
En allar þessar hugmyndir um himnaríki, annað líf, paradís eru þetta ekki bara tálsýnir, eitthvað til að gefa okkur von og losa okkur við hræðslu við dauðann?
Við getum aldrei verið 100% viss um hvað gerist eftir að við deyjum. Kannski slökknar bara allt, kannski endum við einhverstaðar annar staðar.
Þetta eru bara pælingar sem að ég varð að losa mig við, örugglega búinn að pæla í þessu síðan ég var í kringum 5 ára aldurinn. En svona uppá gamanið hvað haldið þið að gerist?