Ég trúi ekki á guð í hefðbundnum skilningi trúarinnar. Ég hef enga trú á stórum karlkyns guð sem er aðskildur frá sköpunarverkinu.
Ég trúi heldur ekki á tvíkynja guð.
Ef guð er til þá er hann ekki aðskilinn og fyrir ofan sköpunarverk sitt. Það fær ekki staðist. Guð sem er allstaðar, hlýtur að vera nátengdur partur af sköpunarverki sínu og þar af leiðandi sköpunarverkið sjálft.
Guð getur hvorki verið vondur né góður þar sem bæði vondir og góðir hlutir eru í sköpunarverki hans.
En þá vaknar upp spurning. Er það raunveruleg trú að trúa á guð í náttúrunni og guð sem er sköpunarverkið sjálft? Er það ekki bara dulbúið trúleysi?
Ef guð er sköpunarverk sitt, þá er trú á hann einungis trú á manns eigin tilvist og heimsins í kringum mann. Maður getur varla fært fórnir til heims sem maður tilheyrir sjálfur. Eða hvað?