Ég er búin að vera að fræða ykkur um andaglas í korkunum hér á undan en nú er spurningin ‘' er andaglas til í alvöru?’' það er erfitt að sanna það en Derren Brown gæti verið búinn að sanna það að það erum við sem erum að hreyfa glasið ómeðvituð. En þá fór ég að hugsa:

gæti verið að andinn sé inn í okkur á meðan andaglasi stendur, því vitanlega hefur hann ekki augu, þannig kannski þarf hann að fá okkar ‘'lánuð’' og kannski er það skýringin á því að ef það er bundið fyrir augun á okkur, þá kemur eintómt bull í staðin fyrir svör frá andanum, kannski eru engar líkur á því sem ég er að segja núna.

En ef andinn er í rauninni við hvernig getum ‘'við’' þá gefið okkur svör sem við vitum ekki? t.d. hestamenn sem hafa týnt hestunum sínum einhver staðar ú í móa, þeir fara oft í andaglas og spurja andann hvar hestarnir séu, hann segjir þeim það, og það er rétt!

Vildi aðeins deila hugsunum mínum með ykkur.