Fyrir þá sem ekki vita hvað Andaglas er (Þó ég haldi að flestir viti það) Þá virkar það þannig að kannski 3 manneskjur sita í hring í kringum borð og ofan á borðinu er glas á hvolfi og í kringum glasið eru bók stafinir aábcdeéfghiíjklmnoópqrstuúvxyýzþæö og tölustafirnir 0123456789 og já , nei og bil(space).
Ljósin verða að vera slökkt og kerti á borðinu. Eins og ég sagði fyrr þá verður maður að trúa þessu af öllu hjarta. Svo spyr maður ‘' er andi í glasinu? ’' annaðhvort gerist ekkert eða glasið byrjar að hreyfast á ‘'já’' ef það gerist ekkert þá er einhver í hópnum sem trúir ekki á þetta og þá verðiði bara að reyna aftur seinna.
Andaglas er ekkert ‘'djók’' það er ekki æskilegt að fíflast með það! Ef glasið veltur um koll, þá er leikur andinn lausum hala um húsið, en ef þið eruð heppin þá getið þið bara reist það aftur við og spurt ‘'ertu ennþá í glasinu?’' Það má ekki sleppa puttanum, alls ekki taka hann af glasinu því þá getur hann verið mjög reiður, þið verðið bara að vera róleg og ef þið gerið allt rétt, þá fer ekkert úrskeiðis. Ef þið viljið hætta í andaglasi, þá segið þið bara ‘' megum við fara? ’' ef andinn segjir já, þá segið þið bara takk og bless og farið en ef hann segjir já, þá bíðið þið smástund og spurjið aftur. Ef síminn hringir, þá segiði bara ‘' má ég svara símanum? ’' og alveg eins ef þið þurfið á klósettið, svo komið þið bara aftur. Það er líklegast að andinn leyfi ykkur að fara, þannig ekki hafa miklar áhyggjur af því.
Einn vina minna fór í andaglas og svo varð hann svo hræddur að hann sleppti, hann setti puttan aftur á glasið og spurði ‘'var allt í lagi að ég sleppti?’' og hann var heppinn og andinn sagði ‘'já’' Samt skuluð þið ekki taka áhættuna.
Það kemur kannski framhald :)