Á hverjum degi síðustu vikuna hefur mig dreymt martröð, í morgun dreymdi mig furðulega martröð, hún var einhvernvegin svona:
Ég var um borð í einhverskonar bát/skipi og ég var að fara á klósettið og þá sá ég Kolfinnu sem er c.a. 5ára en hún var bara ungabarn þarna en var á stærð við mús. Svo kom ég inn á bað, en mamma og mamma Kolfinnu voru úti á bátnum. Svo var einhver vera sem sást sem dauft blátt ljós og hreyfðist eins og rafstraumur, þessi vera tók Kolfinnu og dró hana upp í honnið og var að fara með hana eitthvert burt (það var eitthvað gat í horninu) ég hélt dauðataki í Kolfinnu og öskraði í hjálp en mamma og mamma Kolfinnu komu ekki, ég öskraði og öskaraði ‘'það er einhver að taka Kolfinnu, hjálpið mér HJÁLP’' enn ekki komu þær. Ég var búin að reyna að toga Kolfinnu lausa frá þessari veru alveg heillengi en svo missti ég takið og Kolfinna hvarf, ég hljóp út og spurði mömmu og mömmu Kolfinnu af hverju þær hefðu ekki komið að hjálpa mér og ef ég man rétt, þá sögðu þær, við héldum að þú gætir þetta, eða við héldum að þú værir að joka.
Svo vaknaði ég…ætli hann þýði eitthvað???