Ég trúi á andaglas og mér finnst andaglas mjög spennandi en aftur á móti þori ég ekki að fara í andaglas því ég hef heyrt svo margar hrikalegar sögur um afleiðingar þeirra sem fara í andaglas.

Mér er sagt að það megi ekki spurja andan um hann sjálfan dæmi: hvernig hann dó, hvað var hann gamall þegar hann dó o.s.frv. það má hinsvegar spurja hann hvað hann heitir. Ef maður spyr hann um dauða hans þá getur hann klikkast. Einn vina minna fór í andaglas og spurði að þessu og þá fór rafmagnið af. Hjá öðrum vina minna sprakk glasið.

Það var ein kona sem fór í andaglas og eftir að hún gerði það fór margt hræðilegt að koma fyrir fjölskyldu hennar og ættingja, t.d. köfnuðu í svefni o.fl. Mér þykir reyndar skrýtið að þetta hafi ekki komið fram í fréttum en kannski er það vegna þess að flestir trúa ekki á andaglas.

Mér er líka sagt að versti andinn sem gæti komið í andaglas héti Elvis en þeir sem eru að pæla í því þá er ég ekki að tala um Elvis Presley

Ef maður ætlar í andaglas þá verður maður að trúa á þetta af öllu hjarta og sumir halda að sá sem er með manni sé að ýta glasinu, prófaðu þá að fara með einum vini þínum sem þú treystir ágætlega en ef þú treystir honum ekki þá er samt frekar ólíklegt að hann einn geti ýtt glasinu á réttan stað því ekki er þú að því.

Ekki fara í andaglas ein/nn vertu með einhverjum með reynslu eða fræddu þig betur um andaglas því andaglas getur verið hættulegt.