Það er greinilega þannig að þegar maður deyr þá fer sálin úr manni. Þannig að það er svona OBE eiginlega, hvernig stendur þá á því að maður getur lent í OBE lifandi?
Margir hafa sagt að þeir sjái verndara sinn á meðan á OBE stendur, og verndarinn reyni oftast að ýta manni aftur í líkamann.
Gæti það þýtt að ef maður finnur “ljósið” á meðan á OBE stendur á að maður….gæti dáið án átaka á líkama og þess vegna reyni verndari þinn að koma þér til baka?
Kannski er það sem gerist þegar fólk deyr skindilega.
Ég hef nefnilega lent í OBE og varð soldið skelkaður og verið að pæla í þessu.
Pabbi minn kennir í Tækniháskólanum og þegar tíminn var búinn ákvað einn nemandi hans að vera aðeins lengur og klára verkefnið sitt, og hann dó þá nótt í skólanum og engin átök fundust, engin högg og hann hafði ekkert verið veikur eða neitt svoleiðis. Skrýtið.
Endilega koma með komment en engin skítköst, þetta er fyrir þá sem hafa áhuga á svona.