Gæludýr frá annari víd
Um daginn dreymdi mig að ég væri bara að horfa eitthvað út í loftið þegar allt í einu ég heyrði eitthvað skrjáf í skápnum mínum. Ég stóð upp og labbaði að skápnum. Það var eins og það var einhver köttur bakvið skápinn að reyna að brjótast út. En þegar ég opnaði skápinn þá sá ég stóra Úlfakönguló sem var búin að gera vef í öllum skápnum. Fyrst brá mér frekar mikið, sérstaklega út af stærðinni af kvikindinu, en mér leið nokkuð eðlilega þótt það væri 15 kg könguló labbandi á loftinu hjá mér. Síðan byrjaðí ég bara að klappa henni eins og hund. Mig hefur alltaf langað í tarantúlu frá því að ég var fimm ára, ætli það sé kannski ástæðan mig dreymdi þetta.