Ég hef oft lesið um svona hluti en ég hef aldrei lent í þeim sjálfur. það byrjaði fyrir sirka mánuði eftir að ég flutti í húsið mitt sem var fyrir svona 3 mánuðum að ég hef heyrt í einhverjum ganga um húsið á meðan ég er inni í herberginu. Þegar ég meina að heyra einhvern ganga þá meina ég létt fótatök, og sumstaðar brak í gólfi. Kötturinn minn er oftast í rúminu mínu á meðan ég er í tölvuni og það er eins og hann er að horfa beint í augun á einhverjum er sem er standandi fyrir utan herbergið mitt. Og það hefur komið fyrir að hann byrjaði allt í einu að hvæsa á innganginn, eins og hann sé að hvæsa á einhvern. Það gerðist líka eitt stórfurðulegt síðustu helgi. Ég og pabbi vorum að horfa á sjónvarpið þegar allt í einu að einn planta sem er í glugganum datt bara um koll eins og einhver hafði gengið á hana óvart. Ég er voðalegur næturhrafn og ég vaka oft til svona 4 á nóttuni og ég hef heyrt í honum líka á þeim tíma. Það hefur reyndar bara einu komið fyrir að ég var að labba niðri stofu, þá allt í einu heyrði ég mjög daufan hlátur sem komið úr stofunni ( einhvers konar fliss ). Það var slökkt á sjónvarpinu og þetta var kl sirka 2:30 og allir aðrir voru sofandi. Ég er að pæla að reyna að nota mike til þess að taka upp e.v.p til þess að sjá hvort að ég fái að heyra eitthvap un hann. En ég þori alls ekki að að reyna að ná á mynd ITC ég þori því alls ekki, margar ástæður af hveju ekki.



I am not a crackpot