Raunveruleikinn beygir sig hvorki né teygir eftir löngunum fólks, þrá eða óskum.
Hann bara ER og það er okkar að aðlagast honum, túlka hann og skilja eftir okkar bestu getu.
Rökræður, hvort sem þær eru um dulspeki, stjórnmál eða kosti þríhyrninga framyfir ferhyrninga, snúast ekki um persónulegan sigur, heldur að komast að niðurstöðu sem er í samræmi við raunveruleikann, og hægt að byggja frekari útleiðslur á.
Það þýðir ekki að snúast útí barnaskap og byrja að snúa útúr þegar maður sér að maður hefur rangt fyrir sér.
Það er mín reynsla, og annara, að það sé áhrifalítið að “rökræða” við þá sem aðhyllast dulspeki útafþví að þeir VILJA að þeirra skoðun sé rétt og neita að breyta útaf henni.
Það virðist kannski eins og það sé svipað með efahyggjumenn, en prófið bara að koma með almennileg rök (það ætti ekki að vera mikið mál fyrir ykkur, er það?) og sjáið bara hvort þeir taka sönsum.
En má ég spyrja einhvern sem kærir sig um að svara mér, hvað þyrfti til þess að þú myndir missa trúna? Hefur þér ekki verið kennt að halda eins fast í hana og þú getur?
Eins og málin standa, þá eru ekki nægar sannanir fyrir raunveruleika æðri vera, drauga, anda, galdra, sálarfara, hugarlesturs, hugsanaflutnings og meirihluta þessara fyrirbæra.
Afhverju erum við þá að ganga útfrá því að þetta sé raunverulegt?
Fyrirbæri sem hafa verið talin dulspekileg (og eru enn af mörgum) hafa öðlast viðurkenningu í vísindasamfélaginu, t.d. dáleiðsla.
Við skulum ekki láta okkar persónulegu þrjósku standa í vegi fyrir þekkingarmaskínunni. ;)
Ég vona að þetta hafi vakið einhvern, trúmenn sem trúleysinga, til umhugsunar. :)
Kv. Duff