Ég vaknaði í morgun, tók upp símann minn sem lá við hliðina á mér og þá pípti vekjaraklukkan í honum sem ég nota alltaf til að vakna á morgnana.

Í þröngsýni minni, þá leita ég að ástæðu og kemst að þeirri niðurstöðu að ég sé orðinn svo vanur að vakna á þessum tíma (vakna alltaf kl. 07.30) að ég sé nánast farinn að gera þetta ósjálfrátt.
Þetta var ekki í fyrsta skipti sem ég lendi í svona.
(ath. ég HAAAAAAAATA hljóðið í þessari vekjaraklukku og forðast að heyra það eins og heitann eldinn (Skilyrðing Pavlovs?))

Mikið er leiðinlegt að vera svona svakalega þröngsýnn og heimskur, og sjá ekki að ég sé einfaldlega skyggn, eða að gsm síminn minn hafi látið mig vita áður en hann hringdi.

Hvað haldið þið annars?