ég og vinur minn erum búnir að vera að kanna drauga og svoleiðis nýlega. Við lásum reglur í draugaleit, maður á tildæmis að kalla á þá ef maður vill mynda þá, þá á ég við að kalla á þá og segja þeim að koma og láta mynda sig, eða þannig skyldi ég þetta. Svo er annað gott hint, ekki vera hræddur þá fá þeir kraft. En þetta er eitt sem ég hef verið að spá í, ætli draugar vilji láta kalla sig “Draugar”, ætli þeir vilji ekki láta kalla sig Liðið Fólk. Ætli ef maður kalli þá Drauga móðgist þeir, eins og þeldökkar manneskjur mundu örugglega móðgast ef við myndum kalla það niggara, kannski er þetta léleg samlíking en, fólk hlítur að vita hvað ég á við.
Eftir að Derren Brown og lífsaugað byrjuðu í sjónvarpinu fór maður að trúa þessu meira(á liðið fólk), en ég held að, eins og ég horfði á Einu Sinni var, sem er þáttur í sjónvarpinu, um liðið fólk sem drap kindur(en síðan komst í ljós að þetta voru tíu ára drengir), ég held það geri ekki svona. Þannig að ég held þetta fólk sé allveg meinlaust. það gerir engum mein, nema maður geri þeim eithvað rosalega illt.
Allar þessar Urban Legends eða þjóðsögur eru ekki endilega sannar, ég trúi á liðið fólk, en ekki að það geri manni eithvað illt. Þjóðsögur eru að gefa þessu fólki mjög vont orðspor. Í sögunum er það gert vont, með bíómyndum líka. Ef það væru allar þjóðsögur um að liðið fólk hafi hjálpað fólki og gert þeim lífið skemmtilegt þá væri engin hræddur við þetta fólk.
Svo er eitt í viðbót, kannski er liðið fólk til en ekki Vampírur, skrímsli og uppvakningar(ekki reiðast þegar ég segi þetta, því þetta er bara mitt álit), það er bara í sögum og bíómyndum. En ég held að það séu til Liðið Fólk og Geimverur, geimverur eru reyndar líka gerðar hræðilegar með myndum einsog Alien Vs. Predador, þó að það hafi verið hellvíti góð mynd.
Takk Fyrir Mig!