Mér finnst þessi síða vera á leiðinni að verða mjög góð… enda virðist LOKSINS vera að verða til eitthvað efni sem segir fólki HVAÐ þessi “forna” seiðiðkun er og hvað verið er að meina.
Mér finnst komið alveg nóg af þessari anti-Wicca herferð. Ekki það að ég sé eitthvað móðguð yfir henni, enda erum við vefsíðuhöfundurinn að flestu leyti sammála um skoðun okkar á fluffy-Wicca-iðkendum og um hinn sanna uppruna Wicca.
Það sem mér finnst helsta vandamálið við þessa hefð að iðkendur hennar virðast einblína miklu meira á að setja út á önnur trúarbrögð en að sinna sínum eigin. Meira að segja Robert Cochrane datt í þennan pytt og var líklega sá sem hóf þessa herferð. Doreen Valiente hafði unnið mikið með Gardner í Wicca og hóf í raun sína iðkun þar en færði sig svo yfir til R.C. af góðum og gildum ástæðum. En hún gafst upp á honum líka því henni fannst hann eyða allt of miklu púðri í að gagnrýna Wicca og fannst nóg um. Snæugla fann á netinu tilvitnun í Valiente og ég ætla að láta hana fylgja með:
“The initiates of the ancient pagan ysteries were taught to say 'I am the child of earth and Starry Heaven and there is no part of me that is not of the Gods”. If we in our own day believe this, then we will not only see it as true of ourselves, but of other people also. We will for instance cease to have silly bickering between covens, because they happen to do things differently from the way we do them. This incidentally is the reason why I eventually parted from Robert Cochrane, because he wanted to declare a sort of Holy War against the followers of Gerald Gardner, in the name of traditional witchcraft. This made no sense to me, because it seemed to me, and still does, that as witches, pagans or whatever we choose to call ourselves, the things which unite us are more important than
the things which divide us".
Ég var mjög ánægð þegar Snæugla póstaði þetta því þarna fann Valiente akkúrat orðin sem mig langaði svo til að segja um þetta málefni. Að auki finnst mér fólk núorðið virðast vera farið að skilgreina sig út frá Wicca… a.m.k. hvernig það talar um sín trúarbrögð. Helstu upplýsingarnar sem maður fær eru á þessa leið: “Þetta er EKKI eins og x í Wicca eða y í Wicca” en svo fær maður ekkert að vita hvernig það er í Trad í staðinn.
Mér finnst það ekki beint til þess fallið að maður taki mark á fólki þegar það virðist bara vera að setja út á eitthvað annað án þess að það gefi til kynna hvað það er sem því finnst vera betra. Ég veit að það er náttla verið að reyna að aðskilja þetta frá Wicca svo fólk sé ekki að rugla þessu saman og allt það, en ég tel að besta leiðin til þess sé einfaldlega að hætta að vera skilgreina sig ÚT FRÁ Wicca og bara hreinlega ekkert skipta sér af því. Ef alltaf er verið að nefna Wicca með að þá held ég að fólk fari miklu frekar að hugsa um Wicca samtímis og þeir hugsa um hina “fornu” seiðiðkun (ekki það að það séu til nokkrar betri heimildir um hana en margt af því sem verið er að setja út á Wicca fyrir).
Takk fyrir mig.