Ég hef farið til nokkurra miðla um ævina og var svona að rifja aðeins upp og hlusta á gamlar spólur núna í vikunni og þar eru 2 spámiðlar með sömu lýsingu á manni, annað var 1997 hitt 1999. Lýst er manni sem er ljós yfirlitum, tónlistar maður sem bæði semur og syngur og tengist eitthvað fjölmiðlum, hann á að eiga heima í gömlu 2 hæði húsi og í skiptið sem ég fór 1997 var hann nýbúinn að fá sér nýjan bíl og 1999 var mikill hraði á honum og hann setti oft upp hjálm. Þetta átti að vera lýsing á þeim manni sem ég mundi vera með og við áttum eftir að gera upp eld gamalt hús saman og búa þar.
Núna er árið 2005 og ég bý með manni sem er jahh kannski andstæða… mjög dökkur yfirlitum, jú spilar á gítar en getur alls ekki sungið, myndi aldrei koma nálægt fjölmiðlum og hefur aldrei tengst þeim og er úr þveröfugri átt miðað við hvaðan hinn átti að vera.
Eitt er í þessu sem ég uppgötvaði í vikunni, ég þekki þennan mann á fyrri lýsingunni! Ég kynntist honum fyrir 3 árum og við mjög góðir vinir en hann var með annari konu þá. Reyndar kom það fyrir að við lentum í sama bóli eitt kvöld sem varð til þess að ég flúði, ákvað að slíta mig frá þessu. Ég kynntist öðrum og lífið hélt áfram.
Samt í þessi ár hef ég ekki hætt að hugsa um þennan mannog mig grunar að sama sé hjá honum, við hittumst eitthvað einu sinni á djammi en svo á síðasta ári fórum við að rekast ansi oft á hvort annað og fórum að spjalla aftur og nú vakna þessar tilfinningar á fullu. Getur verið að miðillinn lýsi ekki endilega manninum manns heldur þeim manni sem maður er kannski veikastur fyrir. Það held ég að minnsta kosti.
Kveðja Malin