Ég er á báðum áttum hvort eigi að trúa spákonum og allskonar svona hlutum. Mig langar bara að vita ykkar skoðun á svona…
Systir mín hefur farið nokkrum sinnum til spákonu, og hún hefur alltaf sagt rétta hluti um allt og alla sem hún hefur ekki mögulega getað vitað. T.d. sagði hún um mig að ég væri dálítið þrjósk manneskja og metnaðarfull (sem ég er) og myndi fara í nám erlendis… sem er satt, og sagði líka fullt um aðra í fjölskyldunni minni sem passaði alveg.
Þegar systir mín var ólétt þá fór hún til spákonunar sem sagði að hún gengi með strák (systir mín vissi það náttla og það var náttla strákur) en hvernig gat hún mögulega vitað þetta allt!? og allt þetta sem hún er búin að segja og er satt. Ég samt einhvern veginn get ekki trúað þessu og eins er með bróður minn.
Þetta er líka eins og með þennað Derren Brown, hann trúir engu svona, allavegana ekki andaglasi og skyggnidæmi… svona eins og hann var að sanna að væri ekki satt í þættinum sem var á stöð 2 fyrir fáeinum dögum.
Frænka mín er skyggn og sér dáið fólk (sér oft mömmu hennar sem kemur oft til hennar). Og svo vill hún meina að þegar hún sat einu sinni við jólakortaskriftir að það hafi manneskja farið inní hana og skrifað með hennar hendi, hún var ekkert meðvitum um þetta. Hún sýndi mér og mömmu meira að segja þessar skriftir… en það var reyndar mjög óskýrt.
Ég veit barasta ekki hverju á að trúa :s