Kristur er kominn!
Öll stóru trúarbrögðin búast við að meiri opinberun verði gefin af kennara í framtíðinni. Kristnir vonast eftir Endurkomu Krists, Búddistar búast við hinum Fimmta Búdda, Múhameðstrúarmenn búast við Imam Mahdi. Sumar greinar dulspekinnar kenna að allir þessir séu í raun ein og sama persónan. Í London býr maður nokkur að nafni Maitreya. Hann hefur búið þar síðan 1977. Hann hefur kennt og verið talsmaður í asíuhverfinu í London. Hann er ekki trúarleiðtogi heldur fræðari í sem víðustum skilningi. Maitreya kennir list sjálfsuppgötvunar. Fyrstu skrefin eru heiðarleiki í huga, andans einlægni og að horfa utan frá sér sem vitni á lífið. Samfélagsáherslur hans eru. Nóg af réttri fæðu fyrir alla, boðlegt húsnæði fyrir alla og læknisþjónusta og menntun sem mannréttindi. Samfélagsboðskap hans má draga saman í orðunum “deilið lífsins gæðum og bjargið heiminum”. Maitreya hefur gert kraftaverk út um allan heim og birtist mörgum hópum um allan heim og bíður eftir að fulltrúar fjölmiðla muni koma að tali við hann. Ef þetta efni er rétt þá stendur mannkynið á þröskuldi einhver stærsta viðburðar sem yfir það hefur dunið. Meðfylgjandi er mynd af Maitreya þegar hann birtist þúsundum manna árið 1988 í Naíróbí-Kenýa. Flestir fjölmiðlar heims fjölluðu um þann viðburð. T.d. CNN og BBC.Skoðið vefsíðuna www.share-international.org.