þú ferð bara með einhverju fólki á dimman stað (t.d. herbergið þitt og það skiptir ekki máli hvort að einhver hafi drepist þar) og hefur kertaljós. Þið þurfið að redda ykkur einhverju spjaldi með stöfum og öllu tilheyrandi á, þið getið örugglega keypt það einhverstaðar eða búið það bara til. Svo þurfið þið að setja vísifingur á glasið og gera ykkur að fíflum og spurja “Er andi í glasinu” þar til glasið fer að hreyfast. Ef að það vill svo skemmtilega til að það komi eitthvað í glasið en ekki bara einhver að hreyfa það þá skaltu ekki treysta á það að allt sem að veran stafi þurfi að vera satt.
Sumum finnst betra að fara með einhverjar verndarþulur fyrir og eftir andaglasið.
Í flestum tilvikum er andaglas bara rugl og allir verða geðveikt paranoid og halda að það sé vondur andi að verki ef að þeir heyra eitthvað þrusk og þurfa svo að éta þunglyndislyf næstu árin.
Ef þú heldur að þú hafir ekki taugar í þetta þá mundi ég sleppa þessu.