Í dag vaknaði ég um fimm leitið. Ég man eftir að hafa dreymt sérstakann draum. Ég man ekki drauminn í smáatriðum, því miður en það sem ég man lýsir sér einhvernvegin svona:
Ég er staddur á skipi með hópi af fólki. Skipið siglir einhverstaðar úti á hafi. Skipið er stórt skip og smíðað á síðustu öld. Þetta var sennilega flutningaskip.
Einn af fólkinu þekki ég betur en aðra, ég man ekki betur en að það hafi verið Siggi frændi minn og vinur. Líklega kemur eitthvað upp á í samskiptum okkar Sigga við aðra á skipinu, því ég drep alla á skipinu með stórum hníf (man ekki betur en að það hafi verið eldhúshnífur). Ég man augljóslega eftir fyrsta drápinu. Þar drap ég einhvern mann með því að stinga hnífnum af miklum krafti í háls/undirhöku hans. Loks eftir að ég (og Siggi kannski líka) höfum drepið alla aðra á skipnu siglum við því í land. Við förum með líkin í land og reynum að finna leið til að losna við þau. Ég man ekki betur en að við höfum sett líkinn í stóra ruslaþjöppu eða eitthvað slíkt.
Ég man lítið sem ekkert meir, þó að ég viti að draumurinn hafi verið lengri. Ég veit ekki afhverju en mér finnst ég sjá stórann óplægðann akur á landinu alveg í lok draumsins.
Mortal men doomed to die!