Herbergið
Ég vaknaði kl 5 í morgun eftir einn versta draum sem mig hefur dreymt í mörg ár. Hann byrjaði þannig að ég var í einhverju herbergi sem var mjög dimmt, ég byrjaði að labba um herbergið þá heyrði ég litla stelpu öskra á móður sína, þá leit ég á gólfið þá sá ég afmyndaða konu í líkpoka á gólfinu í horninu. Síðan byrjaði eitthvað að vaxa í herberginu, einhverskonar gróður sem var mjög blóðugur þykkur og slímugur. Ég leitaði í herberginu eftir stelpuni sem ég hafði heyrt í en ég fann engan og Þegar ég leit í hornið þá var líkið af konuni horfið. Síðan heyrði ég öskur sem kom aftan að mér. Síðan fann ég eins og að eitthvað væri að klóra í bakið á mér, en þegar ég leit aftan við mig þá sá ég engan en bakið á mér var orðið frekar blóðugt eftir klórið. Svo sá ég eitthvað, eitthvað sem stóð í horninu og horfði á mig, starði á mig. Það eina sem ég man eftir var að það var blóðugt og með engan kjálka, mjög líkt veruni sem mig hafði dreymt þegar ég var 8 átta. Allt í einu var það eins og hann væri að reyna að anda, síðan skar það krossinn á magan á sér með glerbroti sem var á gólfinu. Síðan heyrði ég í stelpuni aftur og þegar ég leit aftur fyrir mig þá sá ég hengda stelpu uppí loftinu. Og þegar ég leit aftur á veruna þá stóð hún allveg upp við mig aðeins 30 cm frá andlitinu síðan vaknaði ég.