Um daginn dreymdi mig undarlegan draum og ég var að velta því fyrir mér hvort hann gæti þýtt eitthvað.
Ég vaknaði um 4 leytið, að nóttu til, gáði hvað klukkan var og fór aftur að sofa. En ég sofnaði samt aldrei almennilega, ég var sofandi en samt vakandi fannst mér. Svo byrjaði mig að dreyma, mig dreymdi að ég væri í skólanum og allir væru á fullu í sal skólans að reikna einhver stærðfræðidæmi, en dæmin voru skrítin, það voru engir tölustafir eða bókstafir, bara skástrik og svigar. Svo voru allir að sejga við mig að ég væri að verða of seinn í skólann, en ég vissi að það var ekki satt því að ég var nýbúinn að líta á klukkuna og vissi að hún var 4.
Svo eftir að hafa reynt að sofna almennilega í hálftíma gat ég loksins sofnað. En á þessum hálftíma gat ég ekki hugsað um neitt annað en þessi skástrik og sviga.
Svo nú spyr ég merkir þetta eitthvað?