Þegar ég skrifaði greinina í gær þá gleymdi ég að nefna að myndin af veruni er í góðum gæðum og tugir ljósmyndara hafa farið yfir myndina en engin útskýring er fyrir henni. Myndin væri of vel gerð til þess að vera gabb sérstaklega þegar myndin er yfir 50 ára gömul.
P.s mun skanna myndina inná tölvuna til þess að sýna hinu góða fólki á huga
Þegar ég 10 ára og var útí Hvalfirði með pabba mínum þá stoppuðum við á gömlu braggasvæði sem hermennirnir notuðu í seinni heimstyrjaröldinni. Pabbi minn hafði unnið þarna á næturvöktum þegar hann var 19 ára. Þetta svæði er oftast mannlaust nú á tímum enda ekki mikið um hvalveiðar lengur. Ég man eftir þegar pabbi sagði mér frá einni vakt sem getur ekki beint kallast venjuleg. Hún gerðist þegar pabbi minn var 18 ára og var kvöldvakt, það eina sem hann þurfti að gera var að labba um svæðið á 10 mínutna fresti og passa upp á það. Það gerðist á milli 2 og hálf 3 að hann sá mann labba upp að braggan og inní hann. Bragginn var sirka 70 metra frá pabba í myrkri svo það var nú ekkert auðvelt að sjá hver þetta var. Þegar pabbi var búinn að labba upp að bragganum þá leit hann inn um litla gluggan á bragganum til þess að sjá hver þetta var, en maðurinn snúði í baki við hann, þegar pabbi sneri sér frá glugganum og inní braggann þá var maðurinn horfinn. Það eru aðeins tveir gluggar á bragganum, einn inná klósseti og einn vinstra meginn við hurðina. Gluggarnir eru aðeins 35 cm á lengd og breidd sem hægt er að opna í pínulitla rifu. Pabbi hefði séð manninn á stundinni hefði hann gengið út svo eina eðlilega útskýringin var að maðurinn hefði gengið inn á klósettið, svo pabbi gekk inn í braggan til þess að tala við manninn, þessi braggi var nú mjög lítill og það eina sem var þarna inni var lítið skrifborð og klósett á hægri hönd. Þegar pabbi var kominn inní braggan þá stóð hann við skrifborðið þar sem maðurinn stóð, hann tók eftir að hurðinn inná klósett var lokuð, svo að hann beið bara eftir að hann myndi ganga út. En þegar pabbi var búinn að bíða í 5 mínutur þá bankaði hann á hurðina til þess að heyra svar frá manninum, en ekkert heyrðist. Hann bankaði aftur en ekkert heyrðist, hann tók eftir að hurðin var ólæst svo hann gekk inn til þess að kanna hvort það væri ekki í lagi með manninn. En þegar pabbi gekk inn þá var enginn þar inni aðeins klósettið og ósnertur klósett pappírinn. Hann stóð inní bragganum í 10 min grafkyrr og reyndi að melta hvað hann hafði séð. Daginn eftir þá sagði hann mönnunum hvað hann hafði upplifað, þá var labbað með honum upp að gamalli geymslu sem var nú bara eitthvað 120 metra frá bragganum sem pabbi hafði séð hann ganga inní. Pabba var sagt frá því að hermaður hafði hengt sig inní geymslunni á stríðsárunum.
Þeir sem hafa áhuga að vita hvar þetta braggasvæði er þá er keyrt framhjá þvi þegar keyrt er frá vatnaskógi og til reykjarvíkur. P.S Það ætti ekki að fara fram hjá mönnum hvar geymsluhúsið e