Hæmm. Ég tel sjálfri mér trú um það að ég gefi frá mér neikvæða orku þegar ég er innan um aðra (vanalega fólk sem ég þekki lítið). En málið er semsagt það að ég er mjög feimin og hlédræg, tala lítið við fólk sem ég þekki lítið, meira að segja fólk sem ég hef hitt margoft og vanalega myndi fólk ekki eiga í erfiðleikum með að tala við þær manneskjur (torskilin setning? Ég veit). Allavega, svo þetta fólk sem ég tala lítið við og ég gef lítið til baka þegar það talar við mig, það fer að hafa minni áhuga á að tala við mig þegar þriðji einstaklingur er kominn (auglýsanlega). En ég fór líka að pæla, getur veirð að ég sé að gefa frá mér neikvæða orku? Ég veit alveg að ég er frábær persónuleiki og ég vil að fólk fái að kynnast mér eins og ég er. Þannig ég vildi bara fá álit hjá einhverjum, þ.e.a.s. ef einhver nennir að lesa þetta og fattar hvað ég er að tala um.
En já, það sem ég ætlaði líka að spurja að, hvernig get ég umbreytt orkunni yfir í jákvæða?