Draugar Ég hef alltaf pælt í því hvað gerist þegar maður deyr. Persónulega langar mig ekkert til að vera á einhverjum stað sem á að kallast Himnaríki, og heldur ekkert til að lenda í Helvíti. Ég á stóra alfræði bók um það sem er ekki vitað um,í henni eru myndir af draugum sem náðst hafa á mynd, og sumar allveg uppí 90 ára gamlar. Ein af þessum óhugnalegu myndum er af veru sem stendur við hliðina á altari í kyrkju. Í fyrstu hélt ég að þetta væri bara eitthvað bull sem einhver gaur hafði gert í Photoshop, en síðan byrjaði ég að lesa meira um þetta. Ég komst t.d að því að myndin var tekin af presti árið 1952 og er myndin auðvitað í svörtu og hvítu. Sagt var að eftir að presturinn sá myndina, hafði hann misst vitið og sagt við fólk að veran hafi verið þarna til þess að drepa hann. Þegar presturinn tók myndina af altarinu þá hafði kyrkjan verið galtóm, ég myndi segja að veran væri svona 1.90 á hæð og hún lítur út eins eins og dauðinn, klæddur í eins og einhverju svörtu munka outfiti, en hún var nú ekki með neinn staf með hníf á endanum. Ég hef ákveðið að líta ekkert allt of oft í þessa bók út að því að hún heldur fyrir mér vöku og hefur sálfræðileg áhrif á man. Fyrir þá sem halda að ég sé baa bulla eða trúa bara alls ekkert á drauga þá fann ég þetta myndband á netinu

http://www.ebaumsworld.com/ghosts.html

P.s þegar horft er á þetta þá mæli ég með því að vera með hljóð