Hockeygirl er greinilega skyggn! hún sá það fyrirfram að ég kæmi með comment. :/
Tjah, veistu, ég fæ sjálfur oft ofskynjanir og skynvillur, munurinn á mér og þér er bara sá að ég er lítið fyrir að fullyrða að eitthvað sé satt, án þess að það sé hægt að sýna fram á það.
Auk þess tel ég frekar ólíklegt að það sé eitthvað fólk í kringum okkur, sem aðeins útvaldir sjá, sem er að leika sér í heiminum einsog lítill krakki í tölvuleik.
Og hockeygirl, það er eitt að vera trúlaus og annað að vera efahygginn.
Að sjálfsögðu er mótsögn að vera trúaður efahyggjumaður, þar sem það liggja engar staðreyndir fyrir um tilvist þess sem maður ætti að trúa á.
En þeir sem eru trúlausir eru ekki endilega efahyggjumenn, trúin er manni jú alls ekki eðlislæg og barn sem elst upp án trúar er trúlaust, en þarf ekki endilega að vera efahyggið.
Veistu, ég skil hvað þú ert að fara. Ég held reyndar að ég hafi hvergi í greininni fullyrt um að þetta væri háheilagur sannleikur. Þetta segi ég þótt að ég sjálf sjái ýmislegt sem aðrir sjá ekki, fólk, liti og svoleiðis. Ekki misskilja mig, ég er ekki að fullyrða að þetta séu ekki skynvillur. Pælingin með þessu er bara, af hverju er réttara að þetta sé ekki satt heldur en að þetta sé satt? Ég sé, en af hverju þarf fólk endilega að ákveða að það sé ekki satt vegna þess að það það sér ekki. Það getur náttúrulega verið hvorugt satt eða bæði. Ég gæti alveg eins verið geðveik að sjá, þú gætir alveg eins verið geðveiku að sjá ekki, við gætum alveg eins verið öll geðveik. Af hverju að gera svona mikið mál úr því. Skilurðu hvað ég er að fara? þeir sem “sjá” ekki gera yfirleitt meira mál úr þessu heldur en þeir sem “sjá”. Auðvitað af því að maður er svona á annað borð og þekkir jafnvel fleiri þá kýs maður að hugsa sjálfan sig ekki geðveikan og það er til orð yfir þetta sem heitir skyggni. Af hverju er ekki í lagi að nota það bara?
Sorrí, hvað þetta er langt. Bara smá pælingahrina ;)
bestu kveðjur
ég
0
Já þetta er að nokkru leiti rétt hjá þér.
En ástæðan fyrir því að ég lít á það sem líklegra að þetta sé ekki “raunverulegt” er m.a. sú að þetta hefur ekki verið “sannað” vísindalega.
Og það að ég hef aldrei upplifað svona, né einhver sem ég þekki vel, og ég er nokkuð viss um að mjög lítill hluti mannkynsins upplifi svona, spilar svolítið sterkt inní. :)
(Ég hef samt þónokkuð oft lent í svipuðu, en ég tengi það bara við eitthvað sem hefur verið sýnt fram á að sé til. T.d. undirmeðvitundin)
Annars sé ég nú ekki hvernig þú færð það út að þeir sé “sjá” ekki geri meira mál úr þessu en þeir sem “sjá”, allavega ekki miðað við muninn á fjölda þeirra sem skrifa hérna inná dulspeki, og fjölda þeirra sem gera það ekki.
0
Dæmið sem ég tók með að þeir sem “sjá ekki” geri meira mál úr því heldur en þeir sem “sjá” tók ég nú eiginlega bara úr raunveruleikanum af fenginni reynslu. (reyndar auðvitað bara miðað við mína eigin lífsreynslu). Mér finnst líklegt að það sé ekki raunhæft að fullyrða eitthvað út frá þessum dulspekivef enda ekki hlutlaus markhópur. Ég er nú ekki búin að þaulskoða þennan vef en ég reikna með því að hér inni sé fólk sem hefur eða heldur að það hafi reynslu af þessum málum.
bestu kveðjur og takk fyrir komment, skemmtileg umræða.
0
þú getur aldrei “sannað” neitt vísindalega heldur er sett fram kenning og það er reynt að afsanna hana…
0
… og það er bara “kenning” að 1 + 1 = 2 er það ekki ?
Svo eru nú einu kenningarnar sem koma nálægt dulspeki, sálfræðilegar og útskýra afhverju fólk HELDUR að það hafi “yfirnáttúrulega” hæfileika.
Allt hitt sem þú heldur kannski að séu “kenningar” eru aðeins sögusagnir eða tilgátur.
0
það er bara kenning en það er regla þar sem að engum hefur tekist að afsanna það… við vorum að læra allt um þetta í nát123 :D
0
HA hvernig veist að það sért þú sem sérð raunvuruleikan en ekki hinir sem sjá þú getur ekki vitað það í raunini
EF getur verið stórt orð
0
Að sjálfsögðu ekki.
En þegar VÍSINDALEGAR RANNSÓKNIR (lykilorðið) hafa oftar en ekki sýnt fram á að þetta sé ekki raunverulegt, finnst mér ég geta sagt með nokkur öryggi að þetta sé ekki raunverulegt.
Tala nú ekki um þegar meirihlutinn af þessu er algjörlega ólógískur og ekkert sem bendir til þess að þetta sé raunverulegt …
Heldurðu virkilega að ég hafi ekki hugsað þetta lengra en svo ?
0
Ég veit að það er kjánalegt en hverig veistu að vísindalegar sannanir séu til hefuru verið í einni. Það er mart til sem maður veit ekkert um.
Alveg eins og með sum morð það gerðist en það fynnast eingar sannanir.
EF getur verið stórt orð
0
Hvernig hjálpar það þínum málstað ?
0
Ég sagði þér það
Sumir hlutir gerst þó svo það sé ekki hægt að sanna þá
EF getur verið stórt orð
0
Að sjálfsögðu.
En það er bara alveg einstaklega ólíklegt að eitthvað af þessu dulspeki crappi sé raunverulegt, og vísindin hafa miklu RÖKRÉTTARI skýringu, sem er gjarnan byggð á rannsóknum eða einhverju sem er vitað.
Annars er ég nú alveg búinn að gleyma því um hvað málið snýst hérna …
0