Mig dreymdi að ég hafi verið í Ameríku og að ég hafi kynnst einhverju nýju fólki. Ég var með einhverjari stelpu sem átti að vera vinkona mín í herbergi. Hún hafði verið að tala við einhverja svarta gaura fyrr um daginn. Svo um kvöldið þá komu þeir í hótelherbergið okkar og stungu hana í bakið, ég heyrði öskrin hennar og varð hrædd og faldi mig undir kommóðu. En þeir fundu mig og stungu hníf í gegnum úlnliðina mína og öklana mína samt kom ekkert blóð held ég. Svo hengdu þeir mig inn í skáp. Svo næsta dag var ég komin inn í bíl til mömmu að reyna að tala við hana en hún virstist ekki vita af mér eða heyra í mér. Ég reyndi og reyndi að tala við hana en hún heyrði ekki í mér. Svo allt í einu var ég komin í skólan og var að reyna að ná sambandi við alla þar en það heyrði enginn í mér eða vissi enginn af mér. En svo sast ég við hliðin á einum vini mínum og hann byrjaði að tala við mig. Hann var sá eini sem sá mig og gat talað við mig. Ég varð svo ánægð, svo vaknaði ég.
Og þetta var svo rosalega raunverulegur draumur! Ég fann svo vel fyrir sársaukanum, einmannaleikanum og sorginni.
Hvað gæti þessi draumur þýtt?