Fyrst var það þannig að ég var í einhverjum reiðtúr með fullt af fólki í einhverjum skógi. Við vorum að fara í einhverja skemmu ogskildum hestana eftir í gerði rétt hjá og fórum inn í skemmuna. Í skemmunni voru dyr inn í annað herbergi sem við fórum inn í en svo föttuðum við að það var sprengja inni í herberginu og allir byrjuðu að hlaupa út en ég náði ekki að komast út þannig að sprengingin kastaði mér á risastóra gadda og já……
Í annað skiptið þá var ég að labba á Hvolsvelli (heimabærinn minn) og ég labbaði inn í eina götu þar sem besta vinkona mín á heima nema hvað að stendur ekki x-kærastinn minn allt í einu fyrir framan mig og miðar á mig byssu og skýtur mig svo…..
3. og 4. skiptið voru svoldið lík. Í 3.skiptið var ég í kringlunni með vinkonu minni og mömmu hennar, þær voru að bíða eftir pabba vinkonu minnar (hann fór frá þeim þegar hún var lítil) og ég var bara að skoða í búðir og fór upp á efstu hæð en þá kom jarðskjálfti og húsið hrundi og ég fékk steypuklump ofan á mig og kafnaði….
og í 4.skiptið var ég að labba einhverstaðar úti með einhverri vinkonu minni og við sáum spor og ákváðum að labba á eftir þeim. Þegar við vorum komnar að hól þá sáum við mann sem átti greinilega þessi spor og ákváðum að elta hann upp á hólinn, þegar ég er komin hálfa leið opnast hola undir mér sem ég dett í og svo kemur sandur yfir mig og ég kafna…….
Það sem er skrítnast er að mér finnst ég alltaf geta valið hvort ég vil halda áfram að greyma og finna sársaukann eða vakna…….
Ef einhver hefur einhverju skýringu á þessu þá já takk…
Með kveðju frá hestafríkinni…