Ég bý uppí í sveit og hér er heimagrafreitur, fullt af klettum þar sem álfar gætu verið og svo á draugur að fylgja bænum…+ að dalurinn og bærinn þar sem ég bý er skírt eftir tröllskessu sem þar átti að búa.
Ég er ekkert smá myrkfælinn og ég er snillingur í að magna upp hljóð. Ég er alltaf viss um að þau séu raunverleg. Ég heyri stundum eins og laust bank á herbegishurðina mína, meira bara eins og einhver hafi rekið sig í hana(Hendina samt). Í nótt þá fannst mér ég sjá lós fyrir utan gluggan í herbeginu mínu. Það eru 2 gluggar á herbeginu mínu og annar snýr til vesturs og þar fyrir utan er ljósastaur. Hinn gluggin er beint fyrir ofan rúmið mitt og mér fannst ég sá ljós þar. Ég er reyndar 100% viss um að hafa séð það. Það kom ekki um leið og ég lagðist niður.
Ég var búin að vera andvaka í svoldin tíma þegar það birti aðeins meira innií herbeginu og ég sá það var fyrir utan gluggann minn. Ég vildi ekki líta þangað en ég hefði þorðað því. Mér finnst það skrítið þar sem ég er myrkfælin. Ég var ekkert hrædd og ég fékk ekki á tilfinninguna að þetta væri neitt vont að h´ttulegt aða neitt þannig. Ég er bara að pæla í hvað þetta gæti hugsanlega verið?? Mig var ekki að dreyma..ég kleyp mig í handlegginn oft og fast og það var vont.. En hafið þið einhverja hugmynd um hvað þetta gæti verið??