Það er oft sem það gerist fyrir mig að ég muni allt í einu eftir draumi því ég sé atvik þegar ég er vakandi sem gerðist í draumi.
Mig dreymir hinsvegar oftast hluti sem gerast næsta dag, t.d. þegar mig dreymir snák gerist margt sem tengist snáki næsta dag, t.d. horfði á mynd þar sem fólk hljóp frá snáki, kærastan mín talaði um að stjörnumerkið sitt sé snákur í kínverskum stjörnumerkjum o.fl.
Næst þegar þið dreymið eitthvað og vaknið, skrifið drauminn strax niður og berið hann við daginn eftir svefninn og athugið hvort eitthvað tengist :) Þegar ég les gamla drauma man ég ekkert á eftir þeim, ég trúði varla sjálfur að ég hafi skrifað hann. It's strange, en prufið :)