Trú er a.m.k. semi-dulræn, að svo miklu leiti sem trúað er á guði sem eru “fyrir ofan” Jörðina. Ég, fyrir mitt leiti, sé ekki mikinn mun á því hvort að fólk trúi á guð(i), anda, drauga o.fl. Auk þess eru dulspekihreyfingar innan (flest)allra trúfélaga, t.d. múslimskir súfistar, Kabbala-liðið í gyðingdómnum, og ég hef raunar heyrt talað um kristna dulspekinga, sem leggja áherslu á eins konar tengingu við guðdóminn og svoleiðis. Trúarbrögð eru dulspekileg á þann hátt að þau fjalla um hluti/fyrirbæri sem eru ofan venjulegri reynslu fólks. Þannig skilgreini ég einnig dulspeki.